Líkamslögun

Ég hef aldrei almennilega skilið tískublaðalýsingar um líkamslögun. Jú, ég hef kannski náð stundurglasinu en hef ekki alveg getað tengt í huganum hvernig epla-, peru-, hjarta- eða sleikjólöguð kona lítur út. Þaðan að síður hef ég getað áttað mig á hvar ég á heima í þessari ávaxta-, nammi-, dótakörfu. En nú veit ég betur. Ég ákvað í framhaldi af umræðu föstudaginn að googla "body shapes" og viti menn ég fann eigin líkamslögun og lögun annarra kvenna í kringum mig. Þannig ef ykkur vantar aðstoð við að koma ykkur á réttan líkamslögunarbás... þá er ég með þetta á hreinu... eða kannski bara hinar frægu Susanna og Trinny.

Heppin!

Ég fór til læknis í dag en það er aðeins mánuður síðan ég fór síðast og fékk sýklalyf. Jú, orðin ferlega þreytt á þessum síendurteknu en þó mismunandi útgáfum af veikindum í vetur. Ég hélt kannski að málið væri að ég væri með bilaða kirtla eða e-ð álíka spennandi. Nei, svarið sem ég fékk var að ég væri ein af þeim "heppnu" og bauð Skúli læknir mig velkomna í veikindahóp vetrarins. Um leið fékk ég semsagt þá útskýringu að á hverjum vetri birtist alltaf nýr hópur af almennt heilsuhraustu fólki sem þræðir pestirnar yfir veturinn. Ónæmiskerfið nær ekki almennilega að jafna sig á milli veikinda svo þetta er keðjuverkandi. Ein pest á eftir annarri. Hann vildi þó meina að þetta væri yfirleitt bara einn vetur og tæki enda þegar sumarið birtist. Niðurstaða veikinda minna að þessu sinni var einfaldlega að ég náði, mér til mikillar gleði, í síðustu flensu vetrarins svona til að fagna komandi sumri og ljúka pestavetrinum mikla almennilega.... Jeij.

Afrek vetrarins eru tvær eða þrjár hálsbólgur með hitavellu, streptókokki, ennis- og kinnholusýking, ein flensa og svo auðvitað kvef og hósti. Já, takk kærlega fyrir mig. Þetta er löngu orðið gott með tilheyrandi sýklalyfjaskömmtum, strepsils, rinexin og íbúfeni.

Nú eru bjartari tímar framundan og nýr hópur af almennt heilsuhraustu fólki mun taka við að setjast á læknabekkinn næsta haust. Mínum vetri er að ljúka og hópurinn minn að útskrifast.


Fætur

Mér fannst e-ð skemmtilegt við þessa mynd svo ég skellti henni hérna inn...

Fætur í hallarboði


Fyrsta bloggfærsla

Enn sem stendur ætla ég að halda mig við solvreyn.blogdrive.com. Ég taldi þó nauðsyn að blogga smá hér til að auðvelda komment hjá öðrum notendum blog.is... en hver veit... nema ég skipti hingað yfir í náinni framtíð.


Um bloggið

Sólveig bloggar

Höfundur

Sólveig
Sólveig
"No man is an Island"
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • skór
  • ...t34
  • ...ga27_205599
  • ...ganga27
  • ...ganga22

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband