5.5.2008 | 23:50
Heppin!
Ég fór til læknis í dag en það er aðeins mánuður síðan ég fór síðast og fékk sýklalyf. Jú, orðin ferlega þreytt á þessum síendurteknu en þó mismunandi útgáfum af veikindum í vetur. Ég hélt kannski að málið væri að ég væri með bilaða kirtla eða e-ð álíka spennandi. Nei, svarið sem ég fékk var að ég væri ein af þeim "heppnu" og bauð Skúli læknir mig velkomna í veikindahóp vetrarins. Um leið fékk ég semsagt þá útskýringu að á hverjum vetri birtist alltaf nýr hópur af almennt heilsuhraustu fólki sem þræðir pestirnar yfir veturinn. Ónæmiskerfið nær ekki almennilega að jafna sig á milli veikinda svo þetta er keðjuverkandi. Ein pest á eftir annarri. Hann vildi þó meina að þetta væri yfirleitt bara einn vetur og tæki enda þegar sumarið birtist. Niðurstaða veikinda minna að þessu sinni var einfaldlega að ég náði, mér til mikillar gleði, í síðustu flensu vetrarins svona til að fagna komandi sumri og ljúka pestavetrinum mikla almennilega.... Jeij.
Afrek vetrarins eru tvær eða þrjár hálsbólgur með hitavellu, streptókokki, ennis- og kinnholusýking, ein flensa og svo auðvitað kvef og hósti. Já, takk kærlega fyrir mig. Þetta er löngu orðið gott með tilheyrandi sýklalyfjaskömmtum, strepsils, rinexin og íbúfeni.
Nú eru bjartari tímar framundan og nýr hópur af almennt heilsuhraustu fólki mun taka við að setjast á læknabekkinn næsta haust. Mínum vetri er að ljúka og hópurinn minn að útskrifast.
Um bloggið
Sólveig bloggar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla rétt að vona að ég fái að útskrifast með þér þó að ég hafi ekki tekið alveg jafn góðan flensupakka og þú, nógu góður var hann samt!
Lutheran Dude, 6.5.2008 kl. 20:54
jamm, við verður fyr og flamme næsta vetur. Nýr veikindahópur tekur við... þeim til mikillar gleði... En við ætlum allavega ekki að vera með ;)
Sólveig, 12.5.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.